Sögnin að físa merkir 1) leysa vind, 2) blása að eldi og 3) þefa (af tóbaki): viltu ekki físa? þ.e. fá í nefið. Hið síðast talda er þó sagt staðbundið! En hér er það miðmerkingin og tilefnið það að lesandi taldi sig hafa séð stafsetningarvillu í…

Sögnin að físa merkir 1) leysa vind, 2) blása að eldi og 3) þefa (af tóbaki): viltu ekki físa? þ.e. fá í nefið. Hið síðast talda er þó sagt staðbundið! En hér er það miðmerkingin og tilefnið það að lesandi taldi sig hafa séð stafsetningarvillu í frétt: físibelgur. En físa er það, heillin, og físibelgur með. Ekkert ypsílon.