Áætlað er að heildarkostnaður vegna sértæks húsnæðisstuðnings stjórnvalda vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ nemi um 220-242 milljónum króna á mánuði. Á fjögurra mánaða tímabili er gert ráð fyrir að heildarkostnaður vegna frumvarpsins nemi á bilinu 880-970 milljónum króna

Áætlað er að heildarkostnaður vegna sértæks húsnæðisstuðnings stjórnvalda vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ nemi um 220-242 milljónum króna á mánuði. Á fjögurra mánaða tímabili er gert ráð fyrir að heildarkostnaður vegna frumvarpsins nemi á bilinu 880-970 milljónum króna. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra sem dreift var á Alþingi í gær.

Þar kemur meðal annars fram að stuðningurinn verði greiddur mánaðarlega og að hann miðist við fjölda heimilismanna óháð aldri, en ekki fjölskyldugerð eða fjölda barna.