Skagamenn Eitt af nokkrum meistaraliðum.
Skagamenn Eitt af nokkrum meistaraliðum. — Morgunblaðið/Ásdís
„Akranesapótek góðan dag. – Já, þetta er Geirmundur Valtýsson hérna. Hringi frá Sauðárkróki. Hvað er að gerast þarna á Akranesi? Hvað er að gerast?“ Þannig hljómaði símtal sem Ólafur Adolfsson, apótekari og áður margfaldur…

Björn Jóhann Björnsson

„Akranesapótek góðan dag. – Já, þetta er Geirmundur Valtýsson hérna. Hringi frá Sauðárkróki. Hvað er að gerast þarna á Akranesi? Hvað er að gerast?“

Þannig hljómaði símtal sem Ólafur Adolfsson, apótekari og áður margfaldur Íslandsmeistari í knattspyrnu með fræknu liði Skagamanna, tók á móti sumarið 1995, daginn eftir að Skagamenn höfðu gert 2-2-jafntefli á Skaganum gegn Leiftri frá Ólafsfirði. Var þetta fyrsta stigið sem tapaðist eftir 12 sigurleiki í röð í deildinni það sumarið. Kröfurnar miklar á þessum tíma.

Ólafur fer ásamt fleiri leikmönnum og viðmælendum á kostum í heimildarþáttunum Skaginn sem RÚV lauk nýverið við að sýna. Fjalla þeir um hið einstaka afrek Skagamanna er þeir urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla fimm sinnum í röð árin 1992-1996. Í stuttu máli sagt eru þetta stórkostlegir þættir og einkar vel unnir. Viðmælendur skemmtilegir og þar standa Ólarnir upp úr, Adolfsson fyrrnefndur og Ólafur Þórðarson. Skagamenn kunnu ekki aðeins að skora mörk á þessum árum, þeir eru einnig frábærir sagnamenn.

Handritshöfundarnir Snævar Sölvason og Kristján Jónsson og framleiðandinn Hannes Þór Halldórsson eiga mikið hrós skilið fyrir þættina sem og aðrir aðstandendur.

Höf.: Björn Jóhann Björnsson