Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson
Í Eyjafréttum er viðtal við fréttahaukinn Atla Rúnar Halldórsson vegna nýrrar bókar hans um ævi síra Helga Árnasonar. Atli Rúnar segir litla hættu á að hans gamli miðill, Ríkisútvarpið, segi frá bókinni. Þar sé litið á hann sem Samherjamann eftir að hafa skrifað sögu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum 2016!

Í Eyjafréttum er viðtal við fréttahaukinn Atla Rúnar Halldórsson vegna nýrrar bókar hans um ævi síra Helga Árnasonar. Atli Rúnar segir litla hættu á að hans gamli miðill, Ríkisútvarpið, segi frá bókinni. Þar sé litið á hann sem Samherjamann eftir að hafa skrifað sögu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum 2016!

Svo segir Atli: „Fréttastofan í Efstaleiti hefur skapað sér furðulegt harðlífisástand í ákveðnum málum og skortir bæði sjálfsgagnrýni og laxerolíu til að hreinsa sig og vinna traust að nýju.

Mér er enn ofarlega í huga þegar RÚV fór af stað með Namibíumálið og gerði Fiskidaginn mikla á Dalvík að „Samherjasamkomu“ í ákveðnum og augljósum tilgangi. Ég þekki innviði og allt gangverk Fiskidagsins út og inn. Fullyrðingar RÚV voru dylgjur, bull og faglegt fúsk.

Þegar nú Fiskidagurinn er allur ákvað RÚV að gera endalokum stórmerkilegrar fjöldasamkomu skil í Kastljósi og gerði út leiðangur til að taka upp viðtal við Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóra Fiskidagsins á Dalvík. […] Júlli sagði meðal annars að RÚV skuldaði Fiskideginum það enn að biðjast afsökunar á því að hefja Namibíuumfjöllunina á upptöku frá Fiskideginum við Dalvíkurhöfn og súrra Samherja þar inn í.

Hvort sem það var nú tilviljun eður ei voru ummælin um afsökunarbeiðnina klippt út og látin hverfa úr viðtalinu!“