Keystrike, hugbúnaðarfyrirtæki á sviði netöryggis, hefur tryggt sér viðbótarfjármögnun upp á tæplega 150 milljónir króna. Fjármögnunarlotan var leidd af Grófinni viðskiptaþróun, Investco, Arcus Invest og Líru, að auki kom virtur erlendur einkafjárfestir úr netöryggisheiminum að þessari fjármögnun
Keystrike, hugbúnaðarfyrirtæki á sviði netöryggis, hefur tryggt sér viðbótarfjármögnun upp á tæplega 150 milljónir króna. Fjármögnunarlotan var leidd af Grófinni viðskiptaþróun, Investco, Arcus Invest og Líru, að auki kom virtur erlendur einkafjárfestir úr netöryggisheiminum að þessari fjármögnun.
Eins og fram kemur í tilkynningu sannvottar lausn fyrirtækisins hvert einasta innslag notanda á lyklaborðið þannig að unnt sé að staðfesta að innslátturinn komi frá þeim sem situr við tölvuna en ekki frá óprúttnum aðila sem kynni að hafa brotist inn á tölvu notandans.