Stofnendur Keystrike, þeir Árni S. Pétursson, Valdimar Óskarsson, Ýmir Vigfússon, Steindór S. Guðmundsson og Árni Þór Árnason.
Stofnendur Keystrike, þeir Árni S. Pétursson, Valdimar Óskarsson, Ýmir Vigfússon, Steindór S. Guðmundsson og Árni Þór Árnason.
Keystrike, hugbúnaðarfyrirtæki á sviði netöryggis, hefur tryggt sér viðbótarfjármögnun upp á tæplega 150 milljónir króna. Fjármögnunarlotan var leidd af Grófinni viðskiptaþróun, Investco, Arcus Invest og Líru, að auki kom virtur erlendur einkafjárfestir úr netöryggisheiminum að þessari fjármögnun

Keystrike, hugbúnaðarfyrirtæki á sviði netöryggis, hefur tryggt sér viðbótarfjármögnun upp á tæplega 150 milljónir króna. Fjármögnunarlotan var leidd af Grófinni viðskiptaþróun, Investco, Arcus Invest og Líru, að auki kom virtur erlendur einkafjárfestir úr netöryggisheiminum að þessari fjármögnun.

Eins og fram kemur í tilkynningu sannvottar lausn fyrirtækisins hvert einasta innslag notanda á lyklaborðið þannig að unnt sé að staðfesta að innslátturinn komi frá þeim sem situr við tölvuna en ekki frá óprúttnum aðila sem kynni að hafa brotist inn á tölvu notandans.