Aðstoð Frá matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ.
Aðstoð Frá matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ. — Morgunblaðið/Eyþór
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að veita alls 8 milljónir króna í styrki í aðdraganda jóla til tíu hjálparsamtaka sem starfa hér á landi. Er þetta hækkun um hálfa milljón frá síðustu jólum, eða um 6,7%, en ársverðbólga er nú tæp 8%

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að veita alls 8 milljónir króna í styrki í aðdraganda jóla til tíu hjálparsamtaka sem starfa hér á landi. Er þetta hækkun um hálfa milljón frá síðustu jólum, eða um 6,7%, en ársverðbólga er nú tæp 8%. Fyrir jólin 2021 nam styrkurinn 5 milljónum króna.

Skiptist styrkurinn frá stjórnvöldum jafnt til samtakanna en þau eru eftirfarandi: Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Rauði krossinn á Íslandi og Samhjálp.

Mikil ásókn er eftir aðstoð líkt og fram hefur komið í Morgunblaðinu.