50 ára Eyþór ólst upp í Sælingsdalstungu í Dalasýslu en býr í Laugagerði í Svarfaðardal og er þar með sex hænur og tvo hunda. Eyþór lærði kirkjutónlist og orgeleinleik við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og er organisti við Akureyrarkirkju. Áhugamálin eru tónlist, fuglar og ljósmyndun.
Fjölskylda Eiginkona Eyþórs er Elvý Guðríður Hreinsdóttir, f. 1971, kennari við Naustaskóla á Akureyri. Dætur Eyþórs eru Rakel Ýr, f. 1993, og Katla, f. 2007. Synir Elvýjar eru Óðinn Snær, f. 1997, Birkir Blær, f. 2000, og Hreinn Orri, f. 2003. Afastrákar eru tveir, synir Rakelar. Foreldrar Eyþórs eru hjónin Jón Jóel Benediktsson, f, 1947, og Guðrún Júlíana Ingvarsdóttir, f. 1955, fyrrverandi bændur, búsett í Búðardal.