Breski sextettinn The King's Singers kemur fram á tónleikum í Hörpu í kvöld og annað kvöld. Sextettinn er einn frægasti sönghópur heims og hefur starfað óslitið allt frá árinu 1968 þegar sex söngvarar, nýútskrifaðir frá King's College í Cambridge, ákváðu að stofna sönghóp

Breski sextettinn The King's Singers kemur fram á tónleikum í Hörpu í kvöld og annað kvöld. Sextettinn er einn frægasti sönghópur heims og hefur starfað óslitið allt frá árinu 1968 þegar sex söngvarar, nýútskrifaðir frá King's College í Cambridge, ákváðu að stofna sönghóp. Hópurinn hefur tvívegis sungið á Íslandi, fyrst á Listahátíð í Reykjavík 1989 og síðan í Hörpu og Skálholti 2015. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Miðasala á Tix.