Petteri Orpo
Petteri Orpo
Forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo, sagði í gær að Finnar myndu loka síðustu landamærastöðinni sem enn var opin á milli Finnlands og Rússlands vegna aukins fjölda hælisleitenda sem Rússar hafa beint að landamærum ríkjanna

Forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo, sagði í gær að Finnar myndu loka síðustu landamærastöðinni sem enn var opin á milli Finnlands og Rússlands vegna aukins fjölda hælisleitenda sem Rússar hafa beint að landamærum ríkjanna.

Mari Rantanen innanríkisráðherra sagði í gær að landið væri nú skotmark í „blandaðri hernaðaraðgerð“ (e. hybrid operation) Rússa. „Málið snýst um þjóðaröryggi,“ sagði Rantanen og bætti við að Raja-Jooseppi-stöðin, sem er nyrsta stöðin við landamærin, yrði lokuð frá og með fimmtudegi og fram til 13. desember næstkomandi. Orpo sagði að það hversu léttilega hælisleitendur hefðu komist að Raja-Jooseppi-stöðinni væri sönnun þess að um skipulagða aðgerð væri að ræða.