Jólaálfur SÁÁ kom til byggða í gær og tók Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á móti honum við komuna. Það er Stúfur sem fer með hlutverk jólaálfsins þetta árið og reiða SÁÁ sig á að almenningur taki vel á móti honum.
Í tilkynningu segir að álfasala SÁÁ sé ein mikilvægasta fjáröflunarleið saktakanna og aldrei hafi verið jafn mikil þörf fyrir góðar undirtektir almennings við sölu hans og nú. Miklu máli skipti að fólk sem við fíkniefnasjúkdóminn stríði fái aðstoð til að takast á við hann til að eignast annað og betra líf.
Álfasala SÁÁ stendur frá deginum í dag til 3. desember og verður sölufólk á fjölförnum stöðum um allt land og einnig á völdum dögum í Strætó. Boðið var upp á heitt kakó og piparkökur í miðborginni í gær af þessu tilefni.