Tómas R. Einarsson
Tómas R. Einarsson
Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með haustdagskrá sína með tónleikum á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. Bassaleikarinn Tómas R. Einarsson kemur fram með latínhljómsveit sinni en í ár eru 20 ár síðan hann gaf út plötuna Havana, sem hann hljóðritaði í samnefndri borg 2003

Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með haustdagskrá sína með tónleikum á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. Bassaleikarinn Tómas R. Einarsson kemur fram með latínhljómsveit sinni en í ár eru 20 ár síðan hann gaf út plötuna Havana, sem hann hljóðritaði í samnefndri borg 2003. Af því tilefni er blásið til afmælistónleika. Á efnisskránni eru lög af plötunni og meðal þeirra er lagið „Dakíri“ sem söngvarinn Kjalar Martinsson Kollmar syngur með hljómsveitinni. Auk Tómasar og Kjalars skipa hljómsveitina Snorri Sigurðarson á trompet og bongótrommur, Samúel Jón Samúelsson á básúnu og guiro, Jóhannes Guðjónsson á píanó og Kristófer Rodríguez Svönuson á slagverk. Tónleikar Múlans hefjast klukkan 20. Miðaverð er 3.900 krónur, 2.700 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Miðasala á harpa.is og í miðasölu Hörpu.