Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Bjarnason víkur á vef sínum að frétt hér í blaðinu af fjölbýlishúsi við Bríetartún, sem að mestu er orðið íbúðahótel, þrátt fyrir að árið 2018 hafi umhverfis- og skipulagsráð undir formennsku Samfylkingarmannsins Hjálmars Sveinssonar hafnað…

Björn Bjarnason víkur á vef sínum að frétt hér í blaðinu af fjölbýlishúsi við Bríetartún, sem að mestu er orðið íbúðahótel, þrátt fyrir að árið 2018 hafi umhverfis- og skipulagsráð undir formennsku Samfylkingarmannsins Hjálmars Sveinssonar hafnað málaleitan um gistileyfi, sem nokkru síðar voru samt veitt.

Sem Björn telur ráðgátu: „Hjálmar Sveinsson situr enn í umhverfis- og skipulagsráði. Þegar blaðamaður spyr hann um þetta mál segir Hjálmar: „Ég er mjög hissa …“ Þetta sé slæm þróun. Þetta hafi gerst án sinnar vitundar: „Ég vissi ekki að þessu hefði verið snúið við og ég tel það miður. Mér finnst mikilvægt að það sé lögð öll áhersla á að byggja íbúðir fyrir fólk sem býr hér og starfar.“

Það er efni fyrir rannsóknarblaðamann að komast að því hvernig í ósköpunum tókst að breyta samþykkt í ráði borgarinnar þar sem Hjálmar Sveinsson situr án þess að hann viti af breytingunni. Var farið á bak við borgarfulltrúann af ásettu ráði eða sinnir hann ekki starfi sínu af nægilegri alúð?

Björn Axelsson skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar segir að ákvörðunin um að veita gistileyfið hafi verið tekin af skipulagsyfirvöldum borgarinnar. „Það var metið á þessum tíma að þetta ætti að ganga upp hvað þennan reit varðar,“ segir Björn. Hvar var Hjálmar þá?“