Lífið eftir háskólanám er erfitt fyrir tiktok-stjörnuna Brielle en í nýju myndbandi er hún grátandi yfir álaginu sem fylgir því að vinna fullan vinnudag. Brielle segist ekki hafa tíma fyrir neitt eftir að hún byrjaði að vinna
Lífið eftir háskólanám er erfitt fyrir tiktok-stjörnuna Brielle en í nýju myndbandi er hún grátandi yfir álaginu sem fylgir því að vinna fullan vinnudag. Brielle segist ekki hafa tíma fyrir neitt eftir að hún byrjaði að vinna. „Mig langar í sturtu, að borða kvöldmatinn og fara að sofa. Ég hef ekki orku í að elda kvöldmat lengur.“ Brielle segir það taka sig klukkustund á hverjum morgni að koma sér í vinnuna. „Ég veit ég er dramatísk og barnaleg en þetta er fyrsta 9-5-vinnan mín eftir háskóla.“
Lestu meira á K100.is.