Jólakarlar Ásgerðingar stóðu vaktina í Kringlunni nýverið.
Jólakarlar Ásgerðingar stóðu vaktina í Kringlunni nýverið. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Árlegur handverksmarkaður Ásgarðs í Mosfellsbæ verður næstkomandi laugardag, 2. desember, milli klukkan 12-17. Starfsemi Ásgarðs er að Álafossvegi 12 og þar verður markaðurinn, venju samkvæmt. Þarna verða allar leikfangalínur Ásgarðs til sýnis og…

Árlegur handverksmarkaður Ásgarðs í Mosfellsbæ verður næstkomandi laugardag, 2. desember, milli klukkan 12-17. Starfsemi Ásgarðs er að Álafossvegi 12 og þar verður markaðurinn, venju samkvæmt. Þarna verða allar leikfangalínur Ásgarðs til sýnis og sölu auk þess sem kaffi, súkkulaði og kökur verða á boðstólum. Þá líta góðir gestir í heimsókn til okkar og taka lagið.

Í Ásgarði vinna 37 manns. Starfsgeta fólksins er mjög mismunandi en allir, fatlaðir sem ófatlaðir, taka þátt í ferlinu frá hugmynd að tilbúinni vöru. Hver og einn getur tekið þátt í framleiðslu á smíðisgripum, einstökum og fallegum. Mikil áhersla er í handverksmiðjunni lögð á fjölbreytt verkefni sem gera kröfur til starfsfólks. Að fólk virki eigin sköpunarkraft og nái í daglegu starfi sínu að stíga feti framar en fötlun þess gefur tilefni til, segir Ásgarðsfólk. sbs@mbl.is