Snorri Másson
Snorri Másson
Snorra Mássyni á ritstjori.is blöskrar nýlegur dómur yfir ríkinu vegna uppsagnar starfsmanns: „Þegar starfsmaður bregst að mati yfirmanna algerlega trúnaði vinnustaðarins og vinnustaðurinn getur ekki rekið starfsmanninn án fjölmiðlaumfjöllunar, langdreginna réttarhalda og loks gífurlega hárra „skaðabóta“ – hvers konar vinnustað siturðu þá uppi með? Vinnustað fullan af starfsmönnum sem ekki er hægt að reka nema löggæsluyfirvöld séu liggur við búin að fangelsa þá fyrst.

Snorra Mássyni á ritstjori.is blöskrar nýlegur dómur yfir ríkinu vegna uppsagnar starfsmanns: „Þegar starfsmaður bregst að mati yfirmanna algerlega trúnaði vinnustaðarins og vinnustaðurinn getur ekki rekið starfsmanninn án fjölmiðlaumfjöllunar, langdreginna réttarhalda og loks gífurlega hárra „skaðabóta“ – hvers konar vinnustað siturðu þá uppi með? Vinnustað fullan af starfsmönnum sem ekki er hægt að reka nema löggæsluyfirvöld séu liggur við búin að fangelsa þá fyrst.

Það þarf ekki rekstrarhagfræðing til að sjá að ef þú létir einkafyrirtæki sem lýtur eðlilegum markaðslögmálum beygja sig undir sama reglugerðarfargan og okkar „mikilvægustu stofnanir“ búa við, væru örlög þess ráðin frá fyrsta degi. Ólíkt opinberri stofnun gæti einkafyrirtæki aðeins mjög tímabundið lifað við það að mega ekki reka neinn. Sú stund rynni að lokum upp að velja þyrfti á milli: Hvort vil ég reka einn starfsmann eða alla?

Þessi stund rennur yfirleitt ekki upp hjá hinu opinbera, heldur getur það stöðu sinnar vegnar slegið þessari ákvörðun á frest. En þegar allt kemur til alls er það eins og stríðslæknir sem hefur ekki dug til að fjarlægja sýktan útlim sjúklings til að bjarga því sem bjargað verður.

Við verðum að gæta þess að lifa ekki í þeirri blekkingu að ríkisvaldið sé guðlegt og að það geti tekið eilíf lögmál úr sambandi fyrir fullt og allt. Fyrr en varir er hætt við að stofnanir samfélagsins byrji þá að rotna lifandi.“