Jólamarkaður verður á Eiðistorgi á laugardaginn, 2. desember, frá kl. 10 til 16. Markaðsdagar hafa verið á torginu nokkrum sinnum ári en að framtakinu standa Íris Gústafsdóttir, sem rekur hársnyrtistofu á Eiðistorgi, og dóttir hennar, Alexandra
Jólamarkaður verður á Eiðistorgi á laugardaginn, 2. desember, frá kl. 10 til 16. Markaðsdagar hafa verið á torginu nokkrum sinnum ári en að framtakinu standa Íris Gústafsdóttir, sem rekur hársnyrtistofu á Eiðistorgi, og dóttir hennar, Alexandra.
Jólasveinar mæta á svæðið, sem og Elsa drottning sem spjallar við börnin. Jólalögin verða sungin og ýmsar veitingar í boði, eins og crepes-pönnukökur, candyfloss og kökur. Hagkaup býður öllum gestum upp á heitt súkkulaði og kaffi.