Bubbi Morthens gaf út plötuna Ljós & skugga fyrr í haust og kynnti lag sitt Holuna í þættinum Íslensk tónlist með Heiðari Austmann. Í þættinum er íslenskri tónlist gert hátt undir höfði hvort sem það er frá ungum og upprennandi tónlistarmönnum eða þeim þekktari
Bubbi Morthens gaf út plötuna Ljós & skugga fyrr í haust og kynnti lag sitt Holuna í þættinum Íslensk tónlist með Heiðari Austmann. Í þættinum er íslenskri tónlist gert hátt undir höfði hvort sem það er frá ungum og upprennandi tónlistarmönnum eða þeim þekktari. „Lagið Holan varð til þegar ég sat í kirkju. Það var verið að jarða ungan mann. Fólk kom upp að altarinu og deildi reynslusögum. Hann var númer ellefu eða tólf í röðinni sem ég var að syngja yfir á mjög stuttum tíma,“ segir Bubbi í kynningunni á laginu. Lestu meira á K100.is.