Hallmundur Kristinsson yrkir á Boðnarmiði:
Ólíklegt að yrkja vísu
geti
af því ég er illa haldinn
af leti.
Í snjóleysinu og hlýindunum yrkir Gunnar J. Straumland: Frost:
Norðan bylur næðir ótt,
nístir, dylur, seiðir.
Lemur, hylur, langa nótt,
lúskrar, mylur, eyðir.
Föruvindar fjallið synda
fagra tinda hylur kóf.
Freramyndir fannir binda
frýs þá lind við klettagróf.
Jarðarbönn við frera og fönn,
frostið tönnum beitir.
Ísaspönn við ólguhrönn
Ægi að sönnu breytir.
Kári fægir klakagöng
krapa Ægisdætur.
Fárið lægir, freraspöng
frýs um hægar nætur.
Næturró eftir Rúnar Thorsteinsson:
Að svífa inn í svefninn væra
með svæfil mjúkan undir kinn.
Og þar í draumalöndum læra
ljóð sem róa hug um sinn.
Þar má einnig þulur heyra,
þær sem einhver hefur ort.
Öfugmæli og annað fleira
og ástaróð af bestu sort.
Jón Jens Kristjánsson er kominn í jólaskap:
Á jólunum oft berast bjarmar gylltir
um blásnar heiðar, dalverpi og
hvilftir
um jörðu fara þá
jafnan til og frá
jólasveinar einn og áttavilltir.
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifar: Til eru menn sem eru réttsýnni, umburðarlyndari og víðsýnni en annað fólk. Þeir skrifa af kristilegum kærleika og fyrirgefning er þeim ofarlega í huga. Nýlega bloggaði einn þeirra um bersynduga konu sem allir vilja grýta og gekk þar í fótspor meistarans frá Nasaret og unun var að lesa hans fallegu orð. Þar fer kennari sem ígrundar allar hliðar sannleikans:
Við hlustum á postulann Pál
sem prédikar sannindamál
og í heilagri gleði
með hógværu geði
hrópum við „Bermúdaskál“.
Vafin gleði ást og yl¶ engum pínum hrjáður.¶ Lánið við mig líkast til¶ leikur nú sem áður.¶ Ljótleiki eftir Guðmund Arnfinnsson:¶ Ófrýnn var Lágafells-Ljótur,¶ sá langi og horaði þrjótur,¶ með lafandi vör,¶ sem lýtti ör,¶ en ljótari var þó hans fótur.¶ Guðmundur um dauðyfli:¶ Hann Skeggi fékk skammir hjá frúnni,¶ því skipstjóri var hún í brúnni,¶ hún sagði hann gauð¶ og gagnslausan sauð,¶ sem best væri kominn hjá kúnni.¶ Björgvin Rúnar Leifsson minnir á að það verður einnig að gæta hófs í lítillætinu:¶ Gæði, fegurð, gáfur með,¶ greind í fyrsta sæti.¶ Hógværð, auðmýkt, indælt geð¶ og ÖGN af lítillæti.¶ Menn eru að komast í jólaskap. Jón Jens Kristjánsson yrkir:¶ Á jólunum oft berast bjarmar gylltir¶ um blásnar heiðar, dalverpi og hvilftir¶ um jörðu fara þᶠjafnan til og frᶠjólasveinar einn og áttavilltir.¶ Öfugmælavísan:¶ Stóran má hafa stein í dufl,¶ standa á járni heitu,¶ úr þokunni gera þykkan kufl.¶ þurrka traf í bleytu.¶ Halldór Blöndal