Sögnin að físa merkir 1) leysa vind, 2) blása að eldi og 3) þefa (af tóbaki): viltu ekki físa? þ.e. fá í nefið. Hið síðast talda er þó sagt staðbundið! En hér er það miðmerkingin og tilefnið það að lesandi taldi sig hafa séð stafsetningarvillu í frétt: físibelgur. En físa er það, heillin, og físibelgur með. Ekkert ypsílon.