Helena Jónsdóttir
Helena Jónsdóttir
Dansstuttmyndirnar Vestdalsfoss eftir Helga Örn Pétursson og Sjoppa – Together eftir Ísak Hinriksson hafa verið valdar til sýninga á alþjóðlegu danshátíðinni Festival de…

Dansstuttmyndirnar Vestdalsfoss eftir Helga Örn Pétursson og Sjoppa – Together eftir Ísak Hinriksson hafa verið valdar til sýninga á alþjóðlegu danshátíðinni Festival de Danse Cannes sem nú stendur yfir og lýkur 10. desember. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum kemur fram að þetta muni vera í fyrsta sinn sem úrval dansstuttmynda er sýnt á hátíðinni. Val á myndunum fór þannig fram að níu alþjóðlegum danshátíðum var gert að senda inn eina mynd hver og níu verk voru svo valin úr hópi umsækjenda.

Íslenska danshátíðin Physical Cinema Festival Reykjavík sem Helena Jónsdóttir stýrir valdi Vestdalsfoss en Sjoppa-Together var valin af sérstakri dómnefnd Festival de Danse Cannes.