Ísland þurfti stig úr leiknum til að gulltryggja sér þriðja sætið í riðlinum og forðast beint fall niður í B-deildina. Eins marks tap hefði líklega ekki komið að sök en fyrir lokaumferðina er liðið nú með sex stig og í öruggri höfn og Wales er fallið niður í B-deild

Ísland þurfti stig úr leiknum til að gulltryggja sér þriðja sætið í riðlinum og forðast beint fall niður í B-deildina. Eins marks tap hefði líklega ekki komið að sök en fyrir lokaumferðina er liðið nú með sex stig og í öruggri höfn og Wales er fallið niður í B-deild.

Þýskaland og Danmörk eru nú jöfn með 12 stig og Þýskaland náði undirtökunum með því að vinna Dani 3:0 í gærkvöld. Nú nægir Þýskalandi sigur gegn Wales í lokaumferðinni til að fara í undanúrslitin og spila þar um sæti á Ólympíuleikunum. Danir verða aftur á móti að vinna Ísland og treysta á að Þýskaland vinni ekki Wales.

Ísland fer í umspilið í febrúar en þar leika liðin fjögur sem enda í þriðja sæti riðla A-deildar gegn liðunum fjórum sem enda í öðru sæti riðlanna í B-deildinni. Leikið er heima og heiman um sæti í A-deild undankeppni EM.

Eins og staðan er núna í B-deildinni eru það Norður-Írland og Ungverjaland sem berjast um annað sæti A-riðils, Slóvakía og Króatía um annað sæti B-riðils, Serbía verður í öðru sæti C-riðils og síðan verður líklega annaðhvort Bosnía eða Tékkland í öðru sæti D-riðils, enda þótt bæði Slóvenía og Hvíta-Rússland eigi enn möguleika á að enda númer tvö.

Þetta ræðst endanlega á þriðjudaginn þegar lokaumferð í öllum deildum Þjóðadeildarinnar er leikin en síðan verður dregið 11. desember um hverjir mætast í umspilinu. Ísland mætir Danmörku í Viborg á þriðjudaginn.