Í þessari viku eigið þið að svara spurningum. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 10. desember. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina Coco – Hljómsveit Rivera-fjölskyldunnar. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn,…

Í þessari viku eigið þið að svara spurningum. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 10. desember. Þá eigið þið möguleika á að
vinna bókina Coco – Hljómsveit Rivera-fjölskyldunnar.

Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, aldur og heimilisfang.

Þið getið sent lausnina á netfangið barnabladid@mbl.is eða sent bréf með pósti á Morgunblaðið – Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa Krossgátu og var rétt svar Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bækurnar Frozen – Draumadagur Ólafs og Frozen-þrautabók í verðlaun.

Amanda Mist

Þórunnardóttir

9 ára

Árný Erika

Emilsdóttir

6 ára

Aron Freyr

Vignisson

4 ára

Ísafold Kolka

Gísladóttir

5 ára

Salka Liljan

Bjarnadóttir

7 ára

1 Hvað eru „Undur
heimsins“ mörg?

a) Tvö

b) Sjö

c) Átta

d) Sex

2 Hver er stærsta fuglategund í heiminum?

a) Strútur

b) Kalkúnn

c) Flæmingi

d) Storkur

3 Hvað er hæsta mögulega skor í keilu?

a) 100

b) 400

c) 200

d) 300

4 Hvað heitir fyrsti maðurinn sem
steig á tunglið?

a) Buzz Aldrin

b) Neil Armstrong

c) Michael Collins

d) Fred Haise

5 Hvað er harðasta náttúrlega efni í heimi?

a) Stál

b) Títaníum

c) Brennisteinn

d) Demantur

6 Hvað eru hunangsflugur með mörg augu?

a) Fimm

b) Fjögur

c) Átta

d) Tíu

7 Hver er yngsta manneskjan til að vinna
Nóbelsverðlaun?

a) Sam Smith

b) Bríet

c) Kylie Jenner

d) Malala Yousafzai

8 Hvaða blóðkorn berjast gegn sjúkdómum?

a) Blá blóðkorn

b) Rauð blóðkorn

c) Hvít blóðkorn

d) Blóðflögur

9 Hver var fyrsta konan
til að fljúga yfir
Atlantshafið?

a) Jerry Mock

b) Harriet Quimby

c) Amelia Earhart

d) Bessie Coleman

10 Hvaða dýr var fyrst til þess að fara út í geim?

a) Api

b) Köttur

c) Hundur

d) Maur