Selkórinn heldur jólatónleika í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. „Efnisskráin verður fjölbreytt, undurfögur jólalög og trúarleg tónlist í bland, eftir Mozart, Gabriel Fauré, John Rutter, Ola Gjeilo, Báru Grímsdóttur og Tryggva M
Selkórinn heldur jólatónleika í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. „Efnisskráin verður fjölbreytt, undurfögur jólalög og trúarleg tónlist í bland, eftir Mozart, Gabriel Fauré, John Rutter, Ola Gjeilo, Báru Grímsdóttur og Tryggva M. Baldvinsson,“ segir í kynningu. Brynhildur Þóra Þórsdóttir sópran syngur einsöng og Vignir Þór Stefánsson leikur undir á píanó. Um er að ræða fyrstu tónleikana undir stjórn nýs stjórnanda kórsins, en Sigrún Þorgeirsdóttir tók við stjórn kórsins í haust. Miðar fást hjá kórfélögum og við innganginn.