Norður ♠ D102 ♥ Á10643 ♦ KD ♣ Á83 Vestur ♠ 65 ♥ G9 ♦ G8752 ♣ KG95 Austur ♠ K9842 ♥ 8 ♦ 109643 ♣ 64 Suður ♠ ÁG3 ♥ KD752 ♦ Á ♣ D1072 Suður spilar 6♥

Norður

♠ D102

♥ Á10643

♦ KD

♣ Á83

Vestur

♠ 65

♥ G9

♦ G8752

♣ KG95

Austur

♠ K9842

♥ 8

♦ 109643

♣ 64

Suður

♠ ÁG3

♥ KD752

♦ Á

♣ D1072

Suður spilar 6♥.

Hálfslemma þarf að vera að minnsta kosti 50% til að teljast viðunandi í sveitakeppni. Þá vega ágóði og tap salt og jafnast út með tímanum. Hjartaslemman að ofan er nokkuð undir 50% markinu – byggist á svíningu í spaða og síðan þarf að leysa laufið upp á einn tapslag. En slemman freistaði margra á síðasta spilakvöldi BR, var sögð á átta borðum af tíu og vannst sex sinnum. Einn sagnhafi fékk út hjálplegt lauf frá kóngnum, aðrir unnu slemmuna eftir útspil í tígli eða spaða, sem ekkert gefur.

Sagnhafarnir sigursælu spiluðu allir eins: aftrompuðu mótherjana, tóku tvo slagi á tígul og þrjá á spaða með svíningu. Síðan var litlu laufi spilað úr borði á tíuna heima. Með þessu móti vinnst slemman ef austur á gosann eða vestur kóng og gosa, eins og var raunin í þetta sinn.