Sandra Day O'Connor
Sandra Day O'Connor
Sandra Day O'Connor, fyrsta konan sem skipuð var í hæstarétt Bandaríkjanna, lést í gær á heimili sínu í Phoenix í Arisona, 93 ára að aldri. Síðustu æviárin þjáðist hún af alzheimers-sjúkdómnum. O'Connor var afar áhrifamikil innan réttarins…

Sandra Day O'Connor, fyrsta konan sem skipuð var í hæstarétt Bandaríkjanna, lést í gær á heimili sínu í Phoenix í Arisona, 93 ára að aldri. Síðustu æviárin þjáðist hún af alzheimers-sjúkdómnum.

O'Connor var afar áhrifamikil innan réttarins og dómar hennar þóttu ekki litast af flokkspólitík en hún var skilgreind sem hófsamur repúblikani.

Ronald Reagan þáverandi Bandaríkjaforseti skipaði O'Connor hæstaréttardómara árið 1981og hún sat þar til ársins 2006. Skipun O'Connor var gagnrýnd þar sem hún hafði litla reynslu af dómarastörfum en áhrif hennar jukust jafnt og þétt með árunum.

Árið 2009 sæmdi Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseti hana frelsisorðunni.