Benedikt Sveinsson fæddist 2. desember 1877 á Húsavík. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Víkingur Magnússon, f. 1846, d. 1894, gestgjafi, og Kristjana Guðný Sigurðardóttir, f. 1845, d. 1904, ljósmóðir

Benedikt Sveinsson fæddist 2. desember 1877 á Húsavík. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Víkingur Magnússon, f. 1846, d. 1894, gestgjafi, og Kristjana Guðný Sigurðardóttir, f. 1845, d. 1904, ljósmóðir.

Benedikt lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1901 og tók próf í forspjallsvísindum árið eftir. Hann starfaði við blaðamennsku og ritstjórn til 1915. Árið 1917 varð hann gæslustjóri Landsbankans og bankastjóri 1918-1921. Árið 1922 var hann ráðinn útgáfustjóri að sögu Alþingis. Hann var bókavörður í Landsbókasafninu frá 1931 og síðan skjalavörður í Þjóðskjalasafni frá 1941-1948. Hann annaðist útgáfu á mörgum Íslendingasögum fyrir Sigurð Kristjánsson bóksala og skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina um sögu Íslands, tungu, bókmenntir og ýmis þjóðmál.

Benedikt var alþingismaður Norður-Þingeyinga 1908-1931, lengst af fyrir Sjálfstæðisflokk (eldri) en frá 1927 fyrir Framsóknarflokk. Hann sat einnig í bæjarstjórn Reykjavíkur 1914-1920.

Eiginkona Benedikts var Guðrún Pétursdóttir frá Engey, f. 1878, d. 1963. Þau áttu sjö börn.

Benedikt lést 16.11. 1954.