Kissinger Fallinn er frá risi í utanríkismálum.
Kissinger Fallinn er frá risi í utanríkismálum. — AFP
„Gamlir hermenn deyja ekki. Þeir hverfa bara í móðuna,“ sagði bandaríski hershöfðinginn og stríðshetjan, Douglas MacArthur, þegar hann tilkynnti um starfslok sín árið 1951. „Og með þessum orðum lýk ég mínum starfsferli í hernum og hverf bara í móðuna

Kristján H. Johannessen

„Gamlir hermenn deyja ekki. Þeir hverfa bara í móðuna,“ sagði bandaríski hershöfðinginn og stríðshetjan, Douglas MacArthur, þegar hann tilkynnti um starfslok sín árið 1951. „Og með þessum orðum lýk ég mínum starfsferli í hernum og hverf bara í móðuna. Gamall hermaður sem ávallt reyndi að sinna skyldu sinni.“

Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, lést á heimili sínu í Connecticut síðastliðinn miðvikudag, 100 ára að aldri. Óhætt er að fullyrða að fáir, ef nokkur, hafi markað jafndjúp spor í utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Kissinger. En er hann, líkt og hershöfðinginn, horfinn í móðuna – varla.

Áratugum eftir að Henry Kissinger lauk sínum störfum fyrir bandaríska ríkið var hann enn eftirsóttur sem ráðgjafi. Erlendar sendinefndir vildu flestar, ef ekki allar, hitta Kissinger – hafi þær yfirhöfuð haft tækifæri til. Fjölmiðlar og ráðamenn leituðu ávallt til Kissingers skömmu eftir upphaf vopnaðra átaka einhvers staðar í heiminum. Og í hvert skipti sem Kissinger stakk niður penna urðu skrif hans eftirsótt.

Nú er Henry Kissinger látinn. En hann virðist þó enn ekki horfinn í móðuna. Fjölmiðlar, veitur og netheimar keppast við að rifja upp hans verk. Og þannig verður það eflaust lengi áfram.

Höf.: Kristján H. Johannessen