Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Nú fer fram heimsmeistarakeppni í loftkælingu í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en þangað koma a.m.k. 70 þúsund starfsmenn hins opinbera, þrýstihópa á framfæri skattgreiðenda og grænfyrirtækja, undir sólhlíf loftslagsráðstefnu SÞ.

Nú fer fram heimsmeistarakeppni í loftkælingu í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en þangað koma a.m.k. 70 þúsund starfsmenn hins opinbera, þrýstihópa á framfæri skattgreiðenda og grænfyrirtækja, undir sólhlíf loftslagsráðstefnu SÞ.

Þar á meðal er liðlega 80 manna hópur frá Íslandi og hefur sá nafnalisti verið birtur. Það er mjög gagnlegt því um mikilvægi þess fólks fyrir íslenskt þjóðfélag þarf þá ekki lengur að deila.

Af þessu tilefni skrifar Sigurpáll Ingibergsson grein um loftslagsmál á Vísi og líst ekkert á ástandið. Hann er sjálfbærnifulltrúi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem hlýtur að vera ákaflega gefandi starf. Hann dregur þar m.a. fram tölfræði sem lesendur eru varaðir við að geti valdið loftslagskvíða, því hún sýni fram á að árið 2022 hafi losun CO2 á Íslandi verið 17% meiri en árið 2021.

Áður en það líður yfir lesendur af kvíða eða koltvísýringi er þó rétt að minna á að árið 2021 var plága í landinu og atvinnulíf í dvala. Ef litið er aftur til 2019 má hins vegar sjá að losun í flugi var fjórðungi minni 2022 en þá. Sem sumum finnast góðar fréttir og öðrum ekki, en þær eru a.m.k. ekki til kvíðaröskunar, jafnvel til kvíðalosunar.

Sigurpáli finnst grein sín samt svo kvíðvænleg að hann lýkur máli sínu á hvatningu til þess að sett verði neyðarlög til að minnka losunina. En er það nóg? Er ekki vissara að setja herlög?