Hvorki framkvæmdastjóri né formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (Live) vilja tjá sig um ummæli sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lét falla um lífeyrissjóði fyrr í vikunni. Þar gagnrýndi Ragnar Þór sjóðina fyrir aðgerðaleysi eftir að…

Hvorki framkvæmdastjóri né formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (Live) vilja tjá sig um ummæli sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lét falla um lífeyrissjóði fyrr í vikunni. Þar gagnrýndi Ragnar Þór sjóðina fyrir aðgerðaleysi eftir að bankarnir tóku ákvörðun um að frysta og fella niður vexti og verðbætur á húsnæðislánum íbúa Grindavíkur. Þar sagði hann meðal annars: „Það kemur alltaf jafn mikið á óvart hversu taktlausir og siðlausir lífeyrissjóðirnir og talsfólk þeirra eru“ og: „Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að lífeyrissjóðirnir eru plága í íslensku samfélagi.“

Morgunblaðið spurði framkvæmdastjóra og stjórnarformann Live, en VR skipar helming stjórnar sjóðsins, og hvort þeir tækju undir þessi orð. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR og formaður stjórnar Live, svaraði ekki ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Live, neitaði að tjá sig um ummælin.