Rautt Stjörnukonan Eyrún E. Hjartardóttir fékk rautt spjald.
Rautt Stjörnukonan Eyrún E. Hjartardóttir fékk rautt spjald. — Morgunblaðið/Kristinn
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri mátti sætta sig við stórt tap, 0:6, fyrir Austurríki þegar liðin áttust við í Salou á Spáni í gær í umspili um laust sæti á HM 2024 hjá U20-ára liðum í Kólumbíu

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri mátti sætta sig við stórt tap, 0:6, fyrir Austurríki þegar liðin áttust við í Salou á Spáni í gær í umspili um laust sæti á HM 2024 hjá U20-ára liðum í Kólumbíu. Staðan var 0:2 þegar Ísland missti mann af velli, Eyrúnu E. Hjartardóttur, með beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Austurríki bætti við tveimur mörkum fyrir leikhlé og reyndist eftirleikurinn auðveldur.