Plata Víkings Ólafssonar, þar sem hann flytur Goldberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach, er að mati Jessicu Duchen, tónlistarrýnis The Sunday Times, besta klassíska plata ársins. „Í höndum íslenska píanistans verður þróun Bachs í gegnum…

Plata Víkings Ólafssonar, þar sem hann flytur Goldberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach, er að mati Jessicu Duchen, tónlistarrýnis The Sunday Times, besta klassíska plata ársins. „Í höndum íslenska píanistans verður þróun Bachs í gegnum aríu og 30 tilbrigði myndhverfing fyrir mannlega lífsreynslu. Persónulegt en samt algilt, trútt en samt róttækt, tæknilega leiftrandi og tilfinningalega upplyftandi er þetta ferðalag að miðju sálarinnar,“ skrifar Duchen um plötuna sem Deutsche Grammophon gefur út. Tónleikaferðalag Víkings vegna plötunnar er nú ríflega hálfnað, en hann fagnar plötunni hérlendis með tónleikum í Eldborg Hörpu 14., 16. og 18. febrúar 2024.