Rauðhólar
Rauðhólar
Í Gróðurhúsi Norræna hússins hefur verið opnuð sýningin Unearthed (ísl. Uppgrafið). Sýningin er rannsókn Daria Testoedova og Corinna J. Duschl á svæðinu sem kennt er við Rauðhóla, sögu jarðvegsins, tilfærslu jarðvegs og áhrifa námuvinnslu á umhverfi …

Í Gróðurhúsi Norræna hússins hefur verið opnuð sýningin Unearthed (ísl. Uppgrafið). Sýningin er rannsókn Daria Testoedova og Corinna J. Duschl á svæðinu sem kennt er við Rauðhóla, sögu jarðvegsins, tilfærslu jarðvegs og áhrifa námuvinnslu á umhverfi okkar, segir í tilkynningu. Sýningin er sögð þverfagleg þar sem sjá má listrannsóknir í bland við jarðvegsrannsóknir. Sýningin stendur til 10. desember næstkomandi og er opin á milli kl. 10 og 17. Lokað er á mánudögum.