Herning Dönsku landsliðskonurnar fagna í leiknum gegn Rúmenum í gær.
Herning Dönsku landsliðskonurnar fagna í leiknum gegn Rúmenum í gær. — AFP/Bo Amstrup
Danir og Svíar tryggðu sér örugga sigra í sínum riðlum á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á heimavöllum í gærkvöld. Danir unnu yfirburðasigur á Rúmenum, 39:23, í E-riðlinum í Herning en liðin voru bæði með fullt hús stiga og taka úrslitin með sér í milliriðilinn

Danir og Svíar tryggðu sér örugga sigra í sínum riðlum á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á heimavöllum í gærkvöld.

Danir unnu yfirburðasigur á Rúmenum, 39:23, í E-riðlinum í Herning en liðin voru bæði með fullt hús stiga og taka úrslitin með sér í milliriðilinn. Danir fara þangað með fjögur stig en Rúmenar með tvö.

Danska liðið skoraði 12 mörk gegn tveimur í seinni hluta fyrri hálfleiks og braut Rúmenana niður á þeim kafla. Kristina Jörgensen var markahæst í danska liðinu með tíu mörk.

Svíar sigruðu Króata, 22:17, í úrslitaleik A-riðilsins í Gautaborg og taka með sér fjögur stig úr honum í milliriðilinn en Króatía og Senegal fara áfram með eitt stig hvort. Jenny Carlson var markahæst Svíanna með sex mörk og Nathalie Hagman skoraði fimm.