Hlíðarendi Danielle Rodriguez úr Stjörnunni sækir að körfu Vals.
Hlíðarendi Danielle Rodriguez úr Stjörnunni sækir að körfu Vals. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýliðar Stjörnunnar og Þórs frá Akureyri eru í efri hluta úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik eftir góða útisigra í gærkvöld. Stjarnan er komin í þriðja sætið eftir sigur á Fjölni í Grafarvogi, 72:66

Nýliðar Stjörnunnar og Þórs frá Akureyri eru í efri hluta úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik eftir góða útisigra í gærkvöld.

Stjarnan er komin í þriðja sætið eftir sigur á Fjölni í Grafarvogi, 72:66.

Katarzyna Trzeciak skoraði 31 stig fyrir Stjörnuna, Ísold Sævarsdóttir og Denia Davis-Stewart 12 stig hvor.

Korrinne Campbell skoraði 27 stig fyrir Fjölni og tók tíu fráköst og Raquel Laneiro var með 20 stig, 12 fráköst og sjö stoðsendingar.

Þór vann Snæfell auðveldlega í Stykkishólmi, 98:65, og er í fimmta sæti með 14 stig.

Lore Devos skoraði 37 stig fyrir Þór, tók tíu fráköst og átti fimm stoðsendingar. Hrefna Ottósdóttir skoraði 17 stig. Jasmina Jones og Shawnta Shaw skoruðu 16 stig hvor fyrir Snæfell.

Grindavík skellti Val

Grindavíkurkonur eru komnar í annað sætið en þær unnu stórsigur á Val á Hlíðarenda í gærkvöld, 93:72.

Hulda Björk Ólafsdóttir fyrirliði Grindvíkinga skoraði 18 stig, Danielle Rodriguez 16 og Eve Braslis 14 stig.

Hildur Björg Kjartansdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir skoruðu 18 stig hvor fyrir Val og Guðbjörg Sverrisdóttir 12.

Tólftu umferðinni lýkur í kvöld með tveimur leikjum í Reykjanesbæ þegar Njarðvík mætir Haukum og Keflavík mætir Breiðabliki.