— Morgunblaðið/Eggert
Söngkonan Diljá Pétursdóttir segir tónlist hafa haft mikil áhrif á sig frá því hún var barn. Hún deildi með lesendum K100 lögum sem hafa haft hvað mest áhrif á líf hennar. „Power með mér sjálfri sneri lífi mínu á hlið á eins góðan hátt og það gerist …

Söngkonan Diljá Pétursdóttir segir tónlist hafa haft mikil áhrif á sig frá því hún var barn. Hún deildi með lesendum K100 lögum sem hafa haft hvað mest áhrif á líf hennar. Power með mér sjálfri sneri lífi mínu á hlið á eins góðan hátt og það gerist og gerði það að verkum að margir persónulegir sigrar og draumar rættust,“ segir Diljá. Einnig nefndi hún lagið She Used To Be Mine með Sarah Bareilles. Þetta hjálpaði mér í gegnum erfiðar tilfinningar og hugsanir. Það var læknandi fyrir mig að fara í gegnum þetta lag með kennara.