Arndís Anna K. Gunnarsdóttir
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Erni Arnarsyni fjölmiðlarýni Viðskiptablaðsins þykir annarlegt „þegar rannsóknarblaðamennirnir á Heimildinni eru farnir að dylgja um hverjir séu heimildarmenn annarra fjölmiðla“.

Erni Arnarsyni fjölmiðlarýni Viðskiptablaðsins þykir annarlegt „þegar rannsóknarblaðamennirnir á Heimildinni eru farnir að dylgja um hverjir séu heimildarmenn annarra fjölmiðla“.

Hann nefnir frétt Heimildarinnar „þar sem blaðamaður segir frá misheppnuðum tilraunum sínum til að grafa upp hver heimildarmaður annars fjölmiðils, Nútímans, væri fyrir frétt um ástand Arndísar Önnu K. Gunnarsdóttur [þingmanns Pírata] þegar lögreglan handtók hana.

Heimildarmenn geta haft alls konar hvatir að baki uppljóstrunum sínum, það er bara eins og það er. En það gengur ekki að kalla eftir vernd sumra heimildarmanna og ofsóknum annarra allt eftir því hvaða málstað eða þingmann Heimildin er að verja í það og það skiptið. […]

Blaðamenn, alvörublaðamenn, vita alveg hvernig trúnaður við heimildarmenn virkar. […]

Það er eitt og aðeins eitt sem orðið getur til þess að rjúfa megi trúnað við heimildarmann og það er ef heimildarmaðurinn verður uppvís að lygi til þess að villa vísvitandi um fyrir blaðamanni, fjölmiðli og lesendum hans. Þá þarf að afhjúpa hrappinn og gera lesendum grein fyrir falsi hans. – Af því að trúnaðurinn er veittur sem forsenda hreinskilni ekki sem skálkaskjól vélabragða.“