Janúar Åge Hareide stýrir Íslandi í fyrsta sinn í vináttuleikjum.
Janúar Åge Hareide stýrir Íslandi í fyrsta sinn í vináttuleikjum. — Morgunblaðið/Eggert
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Gvatemala og Hondúras í fyrsta skipti dagana 13. og 17. janúar en þá verður leikið gegn báðum þjóðum í Miami í Bandaríkjunum. Hondúras er í 76. sæti heimslista FIFA, rétt á eftir Íslandi, en Gvatemala er í 108

Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Gvatemala og Hondúras í fyrsta skipti dagana 13. og 17. janúar en þá verður leikið gegn báðum þjóðum í Miami í Bandaríkjunum. Hondúras er í 76. sæti heimslista FIFA, rétt á eftir Íslandi, en Gvatemala er í 108. sæti. Leikið er utan alþjóðlegra leikdaga FIFA þannig að um nokkurs konar B-lið verður að ræða hjá Íslandi en mótherjarnir eiga fáa leikmenn í Evrópu og geta því væntanlega stillt upp sterkum liðum.