60 ára Helga fæddist í Danmörku og átti heima m.a. í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og úthverfinu Lille Værløse. Einnig ólst hún upp í Hlíðunum í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og diplómu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands

60 ára Helga fæddist í Danmörku og átti heima m.a. í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og úthverfinu Lille Værløse. Einnig ólst hún upp í Hlíðunum í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og diplómu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Helga hefur verið samskiptastjóri hjá Háskólanum á Bifröst frá 2021. „Þetta er búinn að vera rosalega skemmtilegur tími. Starfsemin hefur farið ört vaxandi og sl. haust var enn eitt blaðið brotið í sögu háskólans þegar fýsileikakönnun var hrundið af stað með Háskólanum á Akureyri um mögulega sameiningu. Verði niðurstaðan jákvæð gæti annar stærsti háskóli landsins verið í burðarliðnum.“

Helga hefur tekið virkan þátt í félagsmálum og stjórnmálum og var m.a. varaþingmaður um tíma. „Eftir talsvert hlé byrjaði ég aftur að taka þátt í stjórnmálum í fyrra og er í bæjarmálunum í Kópavogi. Sit m.a. í stjórn Tónlistarskólans í Kópavogi.“

Áhugamál Helgu eru útivist, brids, bækur og kvikmyndir. „Við hittumst nokkur annað slagið og tökum sveitakeppni á tveimur borðum. Það er ótrúlega skemmtilegt. Svo er það útivistin á sumrin. Ég hef líka verið að taka upp á því að hjóla síðustu ár og hjólaði um skeið í vinnuna í Borgartúnið en Háskólinn á Bifröst er líka með starfsstöð þar. Toppurinn er samt góð samvera með fjölskyldunni og vinum.“


Fjölskylda Eiginmaður Helgu er Kristinn R. Sigurbergsson, f. 1963, grunnskólakennari í stærðfræði í Garðaskóla. Börn þeirra eru Hulda Hvönn, f. 1994, stærðfræðikennari í VR; Jökull Jónas, f. 1997, pípulagningamaður, og Kolfinna, f. 2004, nemi í matvæla- og menningarfræði við HÍ. Dætur Kristins eru Tinna, f. 1985, vörumerkjastjóri, og Lára, f. 1991, í barnsburðarleyfi. Barnabörnin eru orðin fjögur. Foreldrar Helgu voru Ásthildur Erlingsdóttir, 1938, d. 1993, lektor við Kennaraháskólann, og Jónas Elíasson, f. 1938, d. 2023, prófessor við HÍ.