Matvæli geymast lengur í plasti.
Matvæli geymast lengur í plasti.
Það er fullt af góðu fólki með góðan vilja til að leggja sitt til svo bjarga megi jörðinni okkar. Aðalvígstöðvarnar eru þar sem barist er gegn því að plastúrgangur færi okkur í kaf með tilheyrandi óhollustu, og síðan að halda hitahækkunum í skefjum, það er að minnka kolefnissporið

Það er fullt af góðu fólki með góðan vilja til að leggja sitt til svo bjarga megi jörðinni okkar.

Aðalvígstöðvarnar eru þar sem barist er gegn því að plastúrgangur færi okkur í kaf með tilheyrandi óhollustu, og síðan að halda hitahækkunum í skefjum, það er að minnka kolefnissporið.

Þarna getur orðið togstreita milli tveggja kosta. Ef menn kjósa að hætta að geyma grænmeti í plasti í búðum, þá myndu plasthaugarnir vissulega lækka eitthvað og jafnvel töluvert, en á móti kæmi að endingartími viðkvæmrar vöru myndi styttast margfalt og matarsóun aukast.

Sótsporið myndi líka aukast því mikið af vörunni er flutt að langar leiðir og mætti segja að sumt fari með himinskautum í mörgum skilningi.

Eftir umhugsun gætum við ályktað sem svo að plastið sé ekki alvont, og höldum endilega áfram að pikka upp plast og taka fjölnota poka með í búðina.

En líka er mikilvægt að reyna að stýra framboði við það sem við torgum á hverjum tíma.

Það er besta ráðið við matarsóun.

Sunnlendingur