Haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur áfram í kvöld í Björtuloftum, Hörpu. Trommuleikarinn Erik Qvick kemur fram með hljómsveit sinni Jazz-sendiboðunum og heiðrar Hard Bop-tímabilið og sér í lagi bandaríska djass-trymbilinn Philly Joe Jones, sem hefði orðið 100 ára á þessu ári

Haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur áfram í kvöld í Björtuloftum, Hörpu. Trommuleikarinn Erik Qvick kemur fram með hljómsveit sinni Jazz-sendiboðunum og heiðrar Hard Bop-tímabilið og sér í lagi bandaríska djass-trymbilinn Philly Joe Jones, sem hefði orðið 100 ára á þessu ári. Ásamt Erik koma fram Snorri Sigurðarson (trompet), Ólafur Jónsson (saxó­fónn), Kjartan Valdemarsson (píanó) og Þorgrímur Jónsson (bassi). Dagskrá hefst kl. 20.