Skip Ísfélagsins, Sigurður VE og Heimaey VE, við veiðar á Faxaflóa.
Skip Ísfélagsins, Sigurður VE og Heimaey VE, við veiðar á Faxaflóa. — Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Þeir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ísfélagsins munu greiða fyrir bréf sín í félaginu í dag. Bréfin verða afhent nýjum hluthöfum á föstudag, 8. desember, og tekin til viðskipta í Kauphöllinni sama dag

Þeir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ísfélagsins munu greiða fyrir bréf sín í félaginu í dag. Bréfin verða afhent nýjum hluthöfum á föstudag, 8. desember, og tekin til viðskipta í Kauphöllinni sama dag.

Hlutafjárútboði Ísfélagsins lauk sl. föstudag. Alls bár­ust um 6.500 áskrift­ir að and­virði um 58 ma.kr., sem sam­svar­ar um fjór­faldri eft­ir­spurn, þar sem til stóð að selja hluti að and­virði um 16 millj­arða króna í útboðinu. Heild­ar­fjöldi seldra hluta í útboðinu nam um 118,9 millj­ónum hlut­a og heild­ar­sölu­and­virði útboðsins nam tæp­lega 18 millj­örðum króna. Í áskriftarbók A var útboðsgengið 135 kr. á hlut en í áskriftarbók B, sem ætluð er fagfjárfestum, er gengið ­155 kr. á hlut. Hluthafalisti verður birtur á föstudag.