— AFP/Mahmud Hams
Hörð átök voru í gær milli Ísraelshers og Hamas-liða í borginni Khan Yunis á suðurhluta Gasasvæðisins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir ástandið á svæðinu versna með hverjum deginum sem líður

Hörð átök voru í gær milli Ísraelshers og Hamas-liða í borginni Khan Yunis á suðurhluta Gasasvæðisins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir ástandið á svæðinu versna með hverjum deginum sem líður.

AFP-fréttastofan hefur eftir Richard Peeperkorn, fulltrúa WHO á svæðum Palestínumanna, að stofnunin geti ekki veitt þá aðstoð sem þarf og hörmungar­ástand ríki á svæðinu. „Fjöldi fólks er örvinglaður og nánast í stöðugu áfalli.“

James Elder talsmaður UNICEF segir ástandið á Gasasvæðinu óboðlegt og að hvergi á svæðinu sé fólk í raun óhult. Í flóttamannaskýlum séu þúsundir manna og liðlega 400 manns séu um hvert salerni. „Það er ekkert vatn, engin aðstaða, ekkert skjól fyrir veðri og vindum.