EM25 Snæfríður Sól keppir í 100 metra skriðsundi á morgun.
EM25 Snæfríður Sól keppir í 100 metra skriðsundi á morgun. — Ljósmynd/Simone Castrovillari
Snæfríður Sól Jórunnardóttir var aðeins 5/100 úr sekúndu frá 14 ára gömlu Íslandsmeti Ragnheiðar Ragnarsdóttur í 50 metra skriðsundi í gær þegar hún varð í 25. sæti í greininni á EM í 25 metra laug í Rúmeníu á 24,99 sekúndum

Snæfríður Sól Jórunnardóttir var aðeins 5/100 úr sekúndu frá 14 ára gömlu Íslandsmeti Ragnheiðar Ragnarsdóttur í 50 metra skriðsundi í gær þegar hún varð í 25. sæti í greininni á EM í 25 metra laug í Rúmeníu á 24,99 sekúndum. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir varð í 40. sæti af 54 keppendum á 25,32 sekúndum. EM hófst í gær og í dag keppa Anton Sveinn McKee, Snorri Dagur Einarsson og Einar Margeir Ágústsson í 100 metra bringusundi.