„Mér leið ótrúlega vel. Ég er með frábæra leikmenn fyrir framan mig og það var geggjað að koma inn í þetta, sérstaklega með svona mikið af fólki á vellinum. Maður er búinn að vinna lengi að því að fá að spila leik

„Mér leið ótrúlega vel. Ég er með frábæra leikmenn fyrir framan mig og það var geggjað að koma inn í þetta, sérstaklega með svona mikið af fólki á vellinum. Maður er búinn að vinna lengi að því að fá að spila leik. Það var sérstaklega gott að mæta stóra bróður og vinna leikinn.

Danirnir ætluðu að vera með einhverja svaka sýningu og byrjuðu á flugeldum. Svo komum við bara með flugeldana inn á völlinn og sigldum þessu í höfn,“ sagði Fanney Inga Birkisdóttir í samtali við RÚV eftir leik.

„Það var ógeðslega kalt en rosalega gaman að spila þennan leik. Það var einhvern veginn öll pressan á þeim og flugeldasýning í byrjun.

Við sögðum bara hingað og ekki lengra og ætluðum að taka þrjú stig,“ sagði markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í samtali við RÚV.

„Þetta var frábært. Þetta var örugglega besta frumraun hjá leikmanni í sögunni. Hún var stórkostleg. Við vorum búin að ákveða það fyrir fram að hún myndi byrja þennan leik.

Þó að Telma [Ívarsdóttir] hefði verið heil og við örugg inni hefði Fanney alltaf byrjað þennan leik. Við vorum raunverulega að undirbúa febrúar og vildum sýna henni það traust og ég held að hún hafi staðið undir því!“ sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson í samtali við RÚV um frammistöðu Fanneyjar Ingu.