Bílar Umferðin í ár er þegar orðin meiri en yfir allt árið í fyrra.
Bílar Umferðin í ár er þegar orðin meiri en yfir allt árið í fyrra. — Morgunblaðið/Eggert
Það sem af er árinu hafa fleiri ökutæki farið um hringveginn en fóru um hann yfir allt síðasta ár og ljóst er að nýtt umferðrmet verður slegið á árinu 2023. Sérfræðingar Vegagerðarinnar telja mjög líklegt að yfir allt yfirstandandi ár muni umferðin aukast um 7,5-8% frá árinu á undan

Það sem af er árinu hafa fleiri ökutæki farið um hringveginn en fóru um hann yfir allt síðasta ár og ljóst er að nýtt umferðrmet verður slegið á árinu 2023. Sérfræðingar Vegagerðarinnar telja mjög líklegt að yfir allt yfirstandandi ár muni umferðin aukast um 7,5-8% frá árinu á undan.

Í nýliðnum nóvember jókst umferð um hringveginn um rúm fimm prósent frá sama mánuði í fyrra, sem er nýtt met í nóvembermánuði, að því er greint er frá á vef Vegagerðarinnar.

„Í ljósi tengsla milli umferðar og hagvaxtar kann þessi aukning að virka mikil, þegar hafðar eru í huga aðgerðir Seðlabanka Íslands til að slá á umsvif efnahagslífsins með stýrivaxtahækkunum. En þegar hlutfallslegur munur milli mánaða er skoðaður fyrir árið í heild má greina tilhneigingu til minni umferðaraukningar eftir því sem líður á árið. Þá má einnig benda á að flest svæði sýna litla breytingu eða samdrátt milli ára; Suðurland sker sig úr með mikilli aukningu en þar mældist 12,2% aukning milli nóvember 2022 og nóvember 2023. Loks þarf að hafa í huga að góð veðurtíð var í nýliðnum nóvember, sem sjálfkrafa hefur leitt til meiri umferðar, samkvæmt fyrri reynslu,“ segir þar.

Frá áramótum og fram til 1. desember hefur umferðin aukist um 7,8% á hringveginum og ef litið er á einstök landsvæði jókst hún mest um Suðurland eða 13,4%. omfr@mbl.is