Forseti Í dag er fæðingardagur dr. Kristjáns Eldjárns (1916-1982), fornleifafræðings og þriðja forseta Íslands árin 1968-1980.
Forseti Í dag er fæðingardagur dr. Kristjáns Eldjárns (1916-1982), fornleifafræðings og þriðja forseta Íslands árin 1968-1980.
Sjötti desember er fæðingardagur dr. Kristjáns Eldjárns og af því tilefni bjóða Félag fornleifafræðinga og Þjóðminjasafn Íslands upp á fyrirlestur í Fyrirlestrasal safnsins við Suðurgötu 41. Lilja Árnadóttir, fyrrverandi sviðsstjóri í Þjóðminjasafni …

Sjötti desember er fæðingardagur dr. Kristjáns Eldjárns og af því tilefni bjóða Félag fornleifafræðinga og Þjóðminjasafn Íslands upp á fyrirlestur í Fyrirlestrasal safnsins við Suðurgötu 41.

Lilja Árnadóttir, fyrrverandi sviðsstjóri í Þjóðminjasafni Íslands, flytur erindi samnefnt nýútkominni bók, Með verkum handanna – Íslenskur refilsaumur fyrri alda.

Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15. Að honum loknum gefst gestum kostur á að skoða sýninguna Með verkum handanna sem opnuð var 4. nóvember síðastliðinn. Á sýningunni er að finna öll íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa. Aðgangur er ókeypis.