Jake Sullivan
Jake Sullivan
Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna kom til Ísraels í gær og hitti þar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels. Sá síðarnefndi tjáði Sullivan að stríðið gegn vígamönnum Hamas gæti varað mánuðum saman, en Ísraelsmenn myndu ná sigri

Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna kom til Ísraels í gær og hitti þar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels. Sá síðarnefndi tjáði Sullivan að stríðið gegn vígamönnum Hamas gæti varað mánuðum saman, en Ísraelsmenn myndu ná sigri.

Markmið heimsóknar Sullivans er að ræða við ísraelsk stjórnvöld um mögulegar lausnir til að binda enda á stríðið og hvetja þá til þess að fara aðrar leiðir en þær sem bitna jafn mikið á almennum borgurum og raun hefur borið vitni.

Í gær voru 11 palestínumenn drepnir í flóttamannabúðum í Jenen á Vesturbakkanum, en þar búa 23 þúsund manns. Vitni sögðu við AFP að margir þeirra hefðu verið óvopnaðir borgarar.