Greta Gerwig
Greta Gerwig
Leikstjórinn Greta Gerwig hefur verið útnefnd formaður dómnefndar á næstu kvikmyndahátíð í Cannes. Gerwig, sem sló í gegn með kvikmyndinni Barbie í sumar, verður fyrsti bandaríski kvenleikstjórinn til að leiða dómnefndina

Leikstjórinn Greta Gerwig hefur verið útnefnd formaður dómnefndar á næstu kvikmyndahátíð í Cannes. Gerwig, sem sló í gegn með kvikmyndinni Barbie í sumar, verður fyrsti bandaríski kvenleikstjórinn til að leiða dómnefndina. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa, skv. BBC, kallað hana „hetju okkar tíma“ sem ögrar viðteknum venjum í kvikmyndaheiminum.

Haft er eftir Gerwig að Cannes hafi alltaf verið hátindur þess hve alþjóðlegt tungumál kvikmynda getur verið. Hún segist orðlaus, uppveðruð og auðmjúk yfir því að hafa verið falið þetta verkefni.

Stjórnendur hátíðarinnar, Iris Knobloch og Thierry Frémaux, sögðu að Gerwig hefði verið augljós kostur því hún væri með sérstöku áræði ímynd endurnýjunar í kvikmyndaheiminum“.