Veszprém Bjarki Már Elísson er í einu af sterkustu liðum Evrópu.
Veszprém Bjarki Már Elísson er í einu af sterkustu liðum Evrópu. — Ljósmynd/Veszprém
Bjarki Már Elís­son, landsliðsmaður í hand­knatt­leik, hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við ung­verska stór­veldið Veszprém sem gild­ir til sum­ars­ins 2026, eða næstu tvö keppnistímabil. Bjarki Már gekk til liðs við Veszprém sum­arið 2022 og…

Bjarki Már Elís­son, landsliðsmaður í hand­knatt­leik, hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við ung­verska stór­veldið Veszprém sem gild­ir til sum­ars­ins 2026, eða næstu tvö keppnistímabil. Bjarki Már gekk til liðs við Veszprém sum­arið 2022 og vann tvö­falt, deild og bik­ar, á sínu fyrsta tíma­bili með liðinu. Hann er 33 ára og hafði áður leikið með Lem­go, Füch­se Berlín og Eisenach í Þýskalandi en með HK, Selfossi og Fylki á Íslandi.