Hlutafé Iceland Sea­food International (ISI) hefur verið aukið um rúmlega einn milljarð króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að fjórir stærstu hluthafar félagsins hafi allir tekið þátt í hlutafjáraukningunni, samanlagt fyrir um 650 milljónir króna

Hlutafé Iceland Sea­food International (ISI) hefur verið aukið um rúmlega einn milljarð króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að fjórir stærstu hluthafar félagsins hafi allir tekið þátt í hlutafjáraukningunni, samanlagt fyrir um 650 milljónir króna.

Fisk Sea­food, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, er á­fram stærsti hlut­hafi félagsins og fer með um 11,9% hlut.

Brim er nú næststærsti hluthafi félagsins, með um 11,4% hlut. Brim keypti sem kunnugt er tæplega 11% hlut af Sjávar­sýn, fjár­festinga­fé­lagi Bjarna Ár­manns­sonar (fv. forstjóra ISI), fyrr í haust. Jakob Valgeir fer nú með 10,4% hlut og Nesfiskur með 10,2% hlut.

Rekstur ISI hefur gengið erfiðlega að undanförnu. Tap félagsins fyrstu níu mánuði þessa árs nam um 3,1 ma.kr.